Góðar kvikmyndir skilja eftir djúp spor í sálinni. Þegar vel tekst til
snerta þær við manni, kalla fram sterkar tilfinningar. Ást á kvikmyndum
hefur fylgt mér frá barnæsku. Fyrir nokkrum árum lét ég gamlan draum rætast og lærði kvikmyndafræði. Síðan ég lauk námi hef ég átt því láni að fagna að
fá að fjalla um kvikmyndir hjá RÚV, í ýmsum útvarpsþáttum og í
sjónvarpsþættinum Mósaík. Þetta vefsetur, Kvika.net, geymir fróðleiksmola
þaðan og ennfremur greinar, viðtöl og tilvísanir í áhugavert efni. 

Nú hefur útvarpsþátturinn Kvika hafið göngu sína á Rás 1 og www.kvika.net er heimasíða þáttarins. Þátturinn er á dagskrá á laugardagsmorgnum kl. 10.15 og endurfluttur á mánudagskvöldum kl. 21.20. Tillögur um efni eru vel þegnar.

Njótið vel!
Sigríður Pétursdóttir
 


Nýjustu skráningarnar:

Kvika 10. des. jólabarnamyndir (handrit)

Tarantino, Tim Burton og Danny Boyle

Marlene Dietrich

Hljóðfærið Theremin og notkun þess í kvikmyndum

Viðtal við Morgan Spurlock um The Greatest Movie Ever Sold

Kvika 30. júní 2012