11.10.2011

Drive

A Real Hero sungu College og Electic Youth. Lagiđ er eitt margra sem eiga ríkan ţátt í ađ skapa einstaka stemnigu myndarinnar Drive í leikstjórn danska leikstjórans Nicolas Winding Refn sem varđ 41 árs síđastliđinn fimmtudag. Hann er ţekktastur fyrir Pusher ţríleikinn en hefur líka gert myndirnar Valhalla Rising og Bronson. Međ ađalhlutverk í Drive fer Ryan Gosling, sem er óhćtt ađ segja ađ hafi fariđ á kostum á hvíta tjaldinu undanfarin ár. Svo virđist sem hann sé jafnvígur á hvađa persónugerđir sem er og slćr ekki feilhögg. Drive var frumsýnd á Cannes hátíđinni í vor og ţá vann leikstjórinn gullpálmann fyrir bestu leikstjórn. Kviku finnst trúlegt ađ Ryan Gosling verđi tilnefndur til óskars, ekki síst ţar sem mörgum fannst gengiđ framhjá honum í ár fyrir Blue Valentine.

Drive fjallar um ungan mann sem vinnur á bifreiđaverkstćđi og er auk ţess áhćttubílstjóri í kvikmyndum. Ţess utan hefur hann tekiđ ađ sér verkefni viđ ađ keyra flóttabifreiđir fyrir rćningja. Dag nokkurn kynnist hann nágrannakonu sinni, sem leikin er af Carey Mulligan, og ungum syni hennar. Örlög ţeirra fléttast saman.

Hér er veriđ ađ leika sér međ hetjuna, manninn sem fórnar sér til ađ bjarga ţeim sem minna mega sín. Leikstjórinn og ađalleikararnir sćkja áhrif víđa ađ en flétta ţeim saman ţannig ađ unun er á ađ horfa. Áhrifin frá gömlum vestrum og Clint Eastwood eru greinileg og vísanir til Steve McQueen í Bullit frá 1968. Ofbeldisatriđin eru beint úr smiđju Tarantino og rétt ađ vara viđkvćma viđ ţeim. Tökur í nokkrum atriđum myndarinnar minna mann hins vegar á David Lynch, Scorsese og andrúmsloftiđ framan af myndinni jafnvel á Sofiu Coppola. Ţetta kemur ţó síđur en svo ađ sök. Úr ţessu verđur heilstćtt og nýstárlegt kvikmyndaverk í flokki spennumynda.

Eitt af ţví sem ég var hrifnust af var hvernig myndmáliđ var notađ, fariđ sparlega međ texta en í svipbrigđum leikaranna og samskiptum las mađur heilu ćvisögurnar og litróf tilfinninga. Hvernig ökuţórinn og unga konan brostu til hvors mun lifa í minningunni. Framan af líđur myndin áfram í hćgum takti viđ undirleik tónlistar sem hentar henni einstaklega vel. Lítt ţekkt popp og raftónlist, hljóđrás sem speglar líf ađalpersónanna. Seinni hluti myndarinnar er hins vegar hrađari og ofbeldisfullur en eftir myndina situr tilfinning sem lćtur mann ekki í friđi. Persónur sem ólíklegt er ađ mađur gleymi nokkurn tíma og stemning sem er ţykk og áţreyfanleg. Kvika ţykist viss um ađ Drive taki ţátt í slagnum um helstu kvikmyndaverđlaunin í ársbyrjun 2012 og keppi ţá til dćmis viđ Lífsins tré eftir Terrence Mallick.

DIRA    01102011 Kvika - Nightcall - Kavinsky (4:13)

Nightcall međ Kavinsky, tónlist sem leikin er í kvikmyndinni Drive.

Úr Kviku 1. október 2011

 

Til baka

    Senda síđu