22.6.2011

Tarantino, Tim Burton og Danny Boyle

Kvikmyndaleikstjórinn og költ fígúran Quentin Tarantino fćddist í Knoxville, Tennessee ţann 27.  mars áriđ 1963. Foreldrar hans voru kornungir ţegar ţau eignuđust hann og fóru gjarnan međ  drenginn í bíó. Honum gekk illa í skóla og hćtti um leiđ og hann gat. Fékk vinnu á vídeóleigu og er einn ţeirra leikstjóra sem segir ţađ hafa veriđ sína menntun í kvikmyndagerđ. Hann varđ snemma ađ gođsögn í kvikmyndaheiminum og ţó Tarantino hafi ekki gert sérstaklega margar myndir er hann án nokkurs vafa einn mikilvćgasti leikstjóri samtímans.

Höfundaeinkenni eru sterk, Tarantino notar gjarnan óhefđbundna frásagnartćkni, fer fram og tilbaka í tíma, blandar saman húmor og ofbeldi og vísar sífellt í poppmenningu, sérstaklega gamlar kvikmyndir og sjónvarpsţćtti. Eitt af ţví sem hann er ţekktastur fyrir er markviss og sérstök tónlistarnotkun. Tarantino tekur til dćmis oft gömul dćgurlög og notar í myndum sínum. Oftar en ekki öđlast ţau nýja merkingu og varla er hćgt ađ hlusta á lögin eftir ţađ án ţess ađ sjá fyrir sér atriđi úr myndunum. Dćmi um ţetta eru lög eins og titillag „Pulp Fiction“, Miserlou međ Dick Dale and His Del Tones og einnig lagiđ sem ađalleikararnir John Travolta og Uma Thurman tvista viđ, You Never Can Tell eftir Chuck Berry. Sama má segja um notkunina á Twisted Nerve (spila lágt undir) eftir Bernard Herrmann í „Kill Bill“ og svo ţađ óvenjulegasta ef til vill ađ í Inglorious Basterds tekur hann lag sem mađur er vanur ađ tengja viđ ađra mynd, titillag David Bowie viđ „Cat People“ frá 1982 og notar á nýjan hátt. Í myndum Tarantino er líka mikiđ um fornbíla og hann hefur lag á ađ velja sér sérdeilis gott samstarfsfólk. Leikarnir í myndum hans eru gjarnan tilnefndir til verđlauna fyrir ţćr.

Tarantino er sterkur persónuleiki og sjálfur ekki síđur vinsćll og umdeildur en myndirnar hans.

DIRA    18062011 Kvika -  Battle Without Honor or Humanity - Tomoyasu Hotei (2:25)

Battle Without Honor or Humanity eftir Tomoyasu Hotei, ógleymanlegt úr Kill Bill Tarantinos. Og ţá ađ leikstjóra sem einnig hefur afar skýr höfundaeinkenni.

Tim Burton, eđa Timothy Walter Burton , eins og hann heitir fullu nafni er fćddur 25. ágúst áriđ 1958 í Kaliforníu. Hann er ţekktur fyrir myndir í gotneskum stíl, afar mikill formalisti sem aftur og aftur bregđur á leik og býr til dimma og forvitnilega ćvintýraveröld. Í myndunum eru súrrealískar senur ţar sem skil milli draums og veruleika eru óskýrar og í leikmyndinni er gjarnan ađ finna skakkar hurđir og svartar og hvítar gólfflísar. Stíllinn hans er svo afgerandi ađ stundum er talađ um ađ myndir séu „Burtonesque“ ţegar ađrir leikstjórar hafa orđiđ fyrir áhrifum af honum. Ţađ kemur sennilega fáum á óvart ađ rćtur Burtons liggja í myndlistinni. Hann varđi mestum hluta ćsku sinnar í ađ teikna myndasögur og ţegar hann óx úr grasi lćrđi hann hreyfimyndagerđ viđ hinn virta listaháskóla í Kaliforníu, CalArt, eins og hann er oftast kallađur.

Fyrsta fullburđa kvikmynd Burtons var „Pee-wee's Big Adventure“ sem kom út áriđ 1985 og hún var ennfremur fyrsta samstarfsverkefni leikstjórans og tónskáldssins Danny Elfmans sem síđan hefur samiđ tónlist viđ flestar mynda hans. Tim Burton notar mikiđ sömu leikarana, sérstaklega eiginkonu sína, Helenu Bonham Carter og Johnny Depp. Samstarf hans og Depp hefur gefiđ af sér sjö kvikmyndir, Edda klippikrumlu (1990), Ed Wood (1994), Sleepy Hollow (1999), Kalla og súkkulađiverksmiđjuna (2005), Líkbrúđurina (2005), Rakarann Sweeney Tood (2007) og Lísu í Undralandi (2010). Af öđrum ţekktum myndum sem Burton hefur gert má nefna Batman, Mars Attacks! og Big Fish.

Pariđ Tim Burton og Helena Bonham Carter eru auk hćfileikanna ţekkt fyrir sérstćđan klćđaburđ. Ţau eiga tvö börn.

DIRA    18062011 Kvika -  Lag úr Edda klippikrumlu (5:10)

Tónlist Danny Elfman úr mynd Tim Burton Edda klippikrumlu.

Nćsti leikstjóri er breskur.

Danny Boyle er einn af fáum kvikmyndaleikstjórum sem hefur unniđ gullhnöttinn, Director‘s Guild, BAFTA verđlaunin og óskar fyrir sömu myndina. Eins og marga grunar ef til vill var ţađ fyrir Slumdog Millionaire eđa Viltu vinna milljarđ? frá árinu 2008. Hún er byggđ á metsölubók og myndin varđ ekki síđur vinsćl. Hún fylgir ţó bókinni ekki nákvćmlega, ađalpersónan heitir til dćmis ekki Ram Mohammad Thomas heldur Jamal Malik. Viltu vinna milljarđ? segir sögu munađarleysingja sem berjast viđ ađ halda lífi í einu stćrsta fátćkrahverfi heims og er saga af ótrúlegri sjálfsbjargarviđleitni og um leiđ falleg ástarsaga og hugleiđing um örlög. Hvort ţau eru óumflýjanleg eđa hvort viđ getum stjórnađ hvađa stefnu líf okkar tekur.

Danny Boyle fćddist 20. október áriđ 1956 í Radcliffe, Bretlandi. Fjölskyldan var strangtrúađir kaţólikkar og Boyle átti ađ verđa prestur. Hann var altarisdrengur í átta ár. Ekki lćrđi hann ţó til prests heldur fór í listadeild Bangor háskóla í Wales og lćrđi leikstjórn. Eftir útskrift leikstýrđi hann bćđi í leikhúsum og sjónvarpi en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem frá honum kom heitir Shallow Grave og er frá 1995. Hún var mikiđ sótt en Danny Boyle varđ hins vegar heimsfrćgur fyrir nćstu mynd, Trainspotting sem kom út ári síđar. Margir telja ađ ţađ sé jafnvel hans besta mynd til ţessa. Myndin olli straumhvörfum og töluverđri hneykslun enda fjallađi hún á óvenju raunsćan og opinskáan hátt um daglegt líf fólks í fjötrum eiturlyfjafíknar.

Nćstu myndir Danny Boyle, 28 dögum síđar og Sólskin fengu ekki jafn mikla athygli en ţegar Villtu vinna milljarđ? kom út var greinilegt ađ hann var aftur í essinu sínu. Síđasta mynd hans, 127 klukkustundir, sló svo í gegn bćđi hjá almenningi og gagnrýnendum. Hún fékk fjölda tilnefninga og verđlauna og ađalleikarinn James Franco ţótti vinna leiksigur í hlutverki manns sem er fastur í sprungu og ţarf ađ saga af sér handlegginn til ađ bjarga lífi sínu. Sagan er byggđ á sönnum atburđi.

Myndir Danny Boyle eru allar óđur til lífsins og áminning um hve dýrmćtt ţađ er.

DIRA    18062011 Kvika -  Lag úr Slumdog (5:14) A.    R. Rahman,  Sukhvinder Singh, Tanvi Shah & Mahalaxmi Iyer međ lagiđ Jai Ho úr viltu vinna milljarđ eftir Danny Boyle. Og ţá ađ öđrum leikstjóra.

Úr Kviku 18. júní 2011

Tarantino

Tim Burton

Danny Boyle

 

Til baka

    Senda síđu