4.11.2009

Steiktir grćnir tómatar - bíólag

DIRI – Cool Down Yonder – Marion Williams – 3:11

 

Ţetta er Cool Down Yonder međ Marion Williams. Bíólag dagsins var flutt í kvikmyndinni Steiktir grćnir tómatar frá árinu 1991.

 

Kvikmyndin er byggđ á metsölubók eftir Fannie Flagg, sem kom fyrst út áriđ 1987. Síđan ţá hafa margir velt fyrir sér hvernig steiktir grćnir tómatar vćru á bragđiđ. Og nú breytum viđ ađeins út af venjunni í pistli um bíólagiđ og birtum uppskrift. Tómatarnir eru grćnir vegna ţess ađ ţeir eru lítt ţroskađir en ţađ mun einnig vera hćgt ađ nota tómata í ţessa uppskrift ţó ţeir séu ađeins byrjađir ađ ţroskast, orđnir svolítiđ bleikir.

Í bókarlok er ađ finna nokkrar góđar uppskriftir frá Suđurríkjum bandaríkjanna, ţar á međal uppskrift ađ ţví hvernig á ađ steikja grćna tómata. Og nú eru vonandi allir međ penna og blađ viđ höndina, nú eđa tölvu, en uppskriftin er sem sagt svona:

 

1 međalstór grćnn tómatur á mann        salt og pipar

Hvítt maísmjöl                                       Beikonfeiti

 

Sneiđiđ tómatana í hálfs sentimetra sneiđar, saltiđ og pipriđ og dýfiđ síđan ofaní mjöliđ.Hitiđ góđa botnfylli af beikonfeiti í djúpri pönnu og brúniđ tómatana báđum megin.

 

Og undir uppskriftinni stendur; Himneskt. Ţađ er líka ađeins öđruvísi uppskrift ađ steiktum grćnum tómötum á nćstu síđu bókarinnar, en ţá eru ţeir međ sósu.

 

Samnefnd kvikmynd sem gerđ var eftir bókinni áriđ 1991, af Jon Avnet, varđ ekki síđur vinsćl en bókin. Ţar fóru á kostum leikkonurnar Kathy Bates, Jessica Tandy, Mary Stuart Masterson og Marie-Louise Parker. Í sögunni er fariđ á milli tveggja tímabila, nútímans og Suđurríkjanna á tímum kreppunnar mikilu og réttindabaráttu svertingja. En umfjöllunarefniđ er ekki síđur vinátta og virđing fyrir eldri kynslóđum. Í endurliti er fylgst međ tveimur vinkonum sem reka matsölu saman, sem ţekkt er fyrir góđan mat og óvenjulega stemmingu. Ţar er mikiđ um ađ vera, hlegiđ og gantast, ástin er viđ völd og ţar er líka framiđ morđ. Myndin spilar á allan tilfinningaskalann, nokkur atriđi međ Kathy Bates eru óborganleg eins og til dćmis ţegar hún vefur sig inn í plast til ađ grennast og svo atriđiđ ţegar unga ljóskan stelur bílastćđinu frá henni. Ţeir sem hafa séđ myndina vita án efa hvađa atriđi ég á viđ en ţeir sem ekki hafa séđ myndina ćttu ađ tölta á nćstu myndbandsleigu. Ţeir verđa ekki sviknir af ţví.

 

Viđ skulum hlusta á lagiđ Cool Down Yonder eftir Ira Tucker. Lagiđ er flutt af hinni frábćru gospel söngkonu Marion Williams, sem fćddist áriđ 1927 og lést 1994, ţremur árum eftir ađ myndin kom út. Hún kom fram sem söngkona í myndinni, atriđiđ var reyndar klippt út í ţeirri útgáfu hennar sem algengust er en hćgt ađ sjá ţađ í ţeirri útgáfu sem kennd er viđ leikstjóra, director’s cut. Og myndin er helguđ henni.

 

DIRI – Cool Down Yonder – Marion Williams – 3:11

 

Vítt og breitt 3. nóvember 2009

 

Til baka

    Senda síđu