26.12.2009

Himnabörn - bíólag

DIRI – Himnabörn – lag – 3:11

 

Ţessi fallega tónlist er úr kvikmynd frá Íran.

 

Bacheha-Ye aseman eđa Himnabörn nefnist hún og er ein besta barna- og fjölskyldumynd sem ég hef séđ. Myndin stendur alveg fyrir sínu sem fullorđinsmynd, en um ađ gera ađ njóta hennar međ börnunum sínum. Himnabörn er eins og áđur sagđi frá Íran og kom út áriđ 1997. Leikstjóri er Majid Majidi og ađalhlutverk leika Mohammad Amir Naji, Amir Farrokh Hashemian, Bahare Seddiqi, Nafise Jafar-Mohammadi og Fereshte Sarabandi.

 

Myndin segir frá tveimur systkinunum, Zahra og Ali, sem alast upp í bláfátćkri fjölskyldu. Dag einn sendir móđir ţeirra Ali til ađ sćkja skó systur sinnar úr viđgerđ. Á leiđinni heim leggur Ali skóna frá sér í örstutta stund sem verđur til ţess ađ betlari stelur ţeim. Ali verđur miđur sín og viss um ađ foreldrar hans verđi reiđir og sárir ţegar ţeir komast ađ ţessu, ţar sem ţeir hafa ekki efni á ađ kaupa nýja skó handa Zahra. Ali reynir ađ finna skóna, en ţegar ţađ tekst ekki dettur honum í hug ađ Zahra og hann geti samnýtt skóna hans, ţar sem ţau eru ekki í skólanum á sama tíma. Zahra samţykkir ţetta og í nokkurn tíma tekst ţeim ađ láta ţetta sérstaka skipulag ganga upp. Stundum er ţađ ţó mjög erfitt og síđar flćkjast málin.

 

Fegurđ ţessarar kvikmyndar liggur annars vegar í einfaldri en sterkri sögu um traust og ást milli systkina og hins vegar í umgjörđ myndarinnar, frábćrri myndatöku, fallegum litum og geislandi andlitum leikaranna ungu. Sagan er sögđ frá sjónarhóli barnanna, sem gerir hana trúverđuga. Mađur fćr djúpa samúđ međ persónunum, gleđst međ ţeim ţegar vel gengur og öfugt.

 

Nokkrar senur sýna stéttaskiptingu á einfaldan en áhrifaríkan hátt, t.d. ţegar Zahra horfir á fćtur bekkjarsystra sinna til ađ athuga hvort nokkur ţeirra sé í svipuđum skóm og hún átti. Einnig má nefna gott atriđi ţegar Ali og fađir hans reyna ađ falast eftir aukavinnu viđ garđyrkju og ţeir ţurfa ađ bjóđa frá hjálp sína gegnum dyrasíma.

 

Leikstjórinn, Majid Majidi, er fćddur inn í íranska miđstéttarfjölskyldu í Teheran áriđ 1959. Hann fékk ungur áhuga á leiklist og byrjađi ađ vinna međ áhugaleikfélögum 14 ára gamall. Síđar fór hann í leiklistarskóla og útskrifađur sneri hann sér ađ kvikmyndaleik. Frumraun hans sem kvikmyndaleikstjóri var myndin “Baduk” sem hann skrifađi  handritiđ ađ og leikstýrđi áriđ 1992.

 

Himnabörn fékk á sínum tíma verđskuldađa athygli og hlaut ótal verđlaun og viđurkenningar. Hún var tilnefnd til Óskarsverđlauna sem besta erlenda mynd, en laut í lćgra haldi fyrir ítölsku myndinni Lífiđ er dásamlegt, La vita e bella.  

 

Hlustum  nú á lokastefiđ úr kvikmyndinni Himnabörn, tónlistin er eftir Keyvan Jahanshahi.

 

DIRI – Himnabörn – lag – 3:11

 

Vítt og breitt

 

Til baka

    Senda síđu